Þrastarás 44.Lokaúttekt ólokið.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 403
28. mars, 2012
Annað
Fyrirspurn
Björn Bjarnason sótti 04.05.2011 um lokaúttekt á Þrastarási 44. Lokaúttekt var framkvæmd 05.05.11 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til endurtekinnar lokaúttektar dags. 30.06.11, en frestur var veittur til 15.09.11. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.02.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir endurtekinni lokaúttekt innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög. Eigendur hafa haft samband og óskað eftir að lokaúttekt verði lokið.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Björn Bjarnason frá og með 1. maí 2012 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi hann ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnfram verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki.