Drekavellir 26.Lokaúttekt ólokið.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 473
14. ágúst, 2013
Annað
Fyrirspurn
Drekavellir 26.Lokaúttekt ólokið. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 30.06.11, en ekki tókst að ljúka henni þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 11.01.12 byggingarstjóra skylt að ljúka við atriði sem gerð var athugasemd við og óska innan þriggja vikna eftir endurtekinni lokaúttekt. Jafnframt var bent á ábyrgð eigenda á eftirliti með störfum byggingarstjóra. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Erindið var ítrekað 29.02.12 og gefnar 3 vikur til að bregðast við erindinu. Frestur var veittur til 01.09.12 og síðan enn til 01.03.13. Ekkert hefur síðan gerst í málinu.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjórann í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Frekari frestir verða ekki veittir.