Strandgata 55,fyrirspurn
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 12 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 267
1. febrúar, 2011
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Fjörukráarinnar 09.12.10 um að byggja torfhús fyrir aftan Fjörukrána sbr. meðfylgjandi blað. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði og framkvæmdasviði að skoða málið nánar með hliðsjón af bílastæðum og í tengslum við skipulag miðbæjarins í heild sinni. Lagðir fram minnispunktar skipulags- og byggingarsviðs og framkvæmdasviðs.
Svar

Meirihluti Samfylkingar og Vinstri Grænna í skipulags- og byggingarráði telur að þar sem fyrirspurnin samræmist ekki gildandi deiliskipulagi svæðisins sé ekki unnt að taka afstöðu til erindisins eins og það liggur fyrir. Fyrir liggur að hefja þarf vinnu við endurskoðun deiliskipulags miðbæjarsvæðis þar sem skoða þarf m.a. uppbyggingu og umferðarmál svæðisins í heild.   Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með afstöðu meirihlutans til fyrirspurnarinnar. Æskilegra hefði verið að formlega hefði verið rætt við viðkomandi rekstraraðila um hvort önnur útfærsla eða aðrir möguleikar í uppsetningu húsanna kæmu til greina. Fagna ber hugmyndum fyrirtækja í bænum sem vilja stækka og auka þjónustu sína nú þegar flestir halda að sér höndum í framkvæmdum og fjárfestingum. Því ættu bæjaryfirvöld að reyna að ná samkomulagi við fyrirtækin og finna sameiginlegar lausnir, jafnvel tímabundnar, þegar vilji til framkvæmda stækkunar kemur upp. Tekið er þó undir það að endurskoða beri deiliskipulag miðbæjarsvæðisins í heild sinni.