Brekkutröð 3, byggingarstig og notkun
Brekkutröð 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 451
13. mars, 2013
Annað
Fyrirspurn
Brekkutröð 3 er skráð á bst 4 og mst 8, þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt og hafi verið tekið í notkun. Við lokaúttekt kom í ljós að nánast allir eigendur eru búnir að gera ólögleg milliloft. Einnig vantar upp á brunavarnir í húsið.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að skila inn réttum uppdráttum af húsinu með samþykki Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins innan fjögurra vikna eða fjarlægja milliloftin að öðrum kosti. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.