Tjarnarvellir 11, byggingarstig og notkun
Tjarnarvellir 11
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 500
5. mars, 2014
Annað
Fyrirspurn
úsið hefur verið tekið í notkun án þess að lögboðin öryggisúttekt eða lokaúttekt hafi farið fram, sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 22.12.10 byggingarstjóra skylt að ljúka lokaúttektinni innan 4 vikna. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 23.06.11, en byggingartjóri sinnti ekki erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 18.01.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir lokaúttekt innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög. Nýjir eigendur, Miðengi, óska eftir fresti á greiðslu dagssekta meðan þeir skoða málið. í viðtali 26.09.13 kom fram að verið væri að undirbúa umsókn um öryggisúttekt, en enn hefur ekkert gerst í því máli.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að sækja um öryggisúttekt innan þriggja vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eigenda skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eigendur skv. 56. grein laga um mannvirki.