Gjáhella 5 byggingarstig og notkun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 520
23. júlí, 2014
Annað
Fyrirspurn
Gjáhella 5 sem er á iðnaðarsvæði er skráð á bst. 4, mst.8 þrátt fyrir að vera fullbyggt og tekið i notkun, það vantar lokaúttekt. Frestur var veittur til 01.04.11. Boðað var til lokaúttektar sem var synjað þar sem byggingarstjóri mætti ekki á staðinn og húsið var ekki byggt samkvæmt samþykktum uppdráttum. Reyndateikningar hafa borist og verið samþykktar.
Svar

Húsið er ekki að fullu brunatryggt og ekki hefur farið fram úttekt á öryggismálum. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að boða til lokaúttektar innan 4 vikna, og ef enginn byggingarstjóri er skráður á húsið skulu eigendur ráða nýjan byggingarstjóra sem boði til lokaúttektar innan sama tíma.