Breiðhella 12, byggingarstig og notkun
Breiðhella 12
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 515
18. júní, 2014
Annað
Fyrirspurn
Breiðhella 12 sem er á iðnaðarsvæði , húsið er skráð á bst/mst 4. Húsið er fullbyggt og hefur verið tekið í notkun, sem er brot á löögum um mannvirki nr. 160/2010. Vantar lokaúttekt. Skipulags- og byggignarfulltrúi gerði 04.07.12 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt/öryggisúttekt innan 4 vikna. Enginn byggingarstjóri skráður á það. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 28.08.13 nýjum eigendum skylt að skrá byggingarstjóra á verkið, sem sæki um lokaúttekt innan 4 vikna. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli til eiganda að ráða byggingarstjóra og boða til lokaúttektar innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggignarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 203385 → skrá.is
Hnitnúmer: 10092506