Steinhella 4, byggingarstig og notkun
Steinhella 4
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 575
19. ágúst, 2015
Annað
Fyrirspurn
Á Steinhellu 4 sem er á iðnaðarsvæði eru skráðar 6 eignir á bst/mst 4 og 8, þrátt fyrir að húsið er risið. Fokheldisúttekt var framkvæmd 04.03.11 en synjað þar sem eldvarnarveggi vantaði. Einnig vantar lokaúttekt. Frestur var veittur síðast til 01.06.2012. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 18.09.13 eiganda skylt að sækja um lokaúttekt innan 4 vikna. Yrði ekki brugðist við erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. Í síðustu viku gerði skipulags- og byggingarfulltrúi byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan fjögurra vikna, en komið hefur í ljós að hann hefur skráð sig af verkinu. Stöðuúttekt fór fram. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 26.02.14 þinglýstum eigendum skylt að ráða nýjan byggingarstjóra innan 4 vikna, sem sæki um lokaúttekt á húsinu. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 25.06.14 að leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra í samræmi við 56. grein laga um mannvirki verði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á eigendur frá og með 1. október 2015 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi ekki verið ráðinn byggingarstjóri sem hafi sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 189893 → skrá.is
Hnitnúmer: 10075945