Rauðhella 14, byggingarstig og notkun
Rauðhella 14
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 401
14. mars, 2012
Annað
Fyrirspurn
Á Rauðhellu 14 sem er á iðnaðarsvæði eru skráðar 4 eignir sem eru allar skráðar á byggingarstigi 4 matsstigi 8, þrátt fyrir að þær séu allar í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Komið hefur í ljós að enginn byggingarstjóri er á húsinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 02.02.11 eiganda skylt að ráða byggingarstjóra og sækja um öryggisúttekt fyrir öll rými hússins í samræmi við 35. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010 og vísaði til ábyrgðar eigenda skv. 15. grein mannvirkjalaganna. Frestur var veittur til 15.02.11. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 18.01.12 eigendum skylt að bregðast við erindinu og ráða byggingarstjóra, sem sæki um lokaúttekt innan tveggja vikna. Yrði það ekki gert mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir á hvern eiganda Hagsbót ehf, Draumagarða ehf, Pálínu Sif Gunnarsdóttur og Smáherja ehf skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 frá og með 1. apríl 2012 kr. 20.000 á dag verði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna. Eigendur hringdu og kváðust vera að vinna í málinu.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar áður boðuðum dagsektum til 1. maí 2012. Að þeim tíma liðnum koma dagsektirnar til framkvæmda verði ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120049 → skrá.is
Hnitnúmer: 10029148