Rauðhella 7, byggingarstig og notkun
Rauðhella 7
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 478
18. september, 2013
Annað
Fyrirspurn
Á Rauðhellu 7 sem er á iðnaðarsvæði eru skráðar 7 eignir, allar á bst. 4 mst. 8, en húsið tekið í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna, en frestur var veittur til 15.02.11. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 23.02.12, en frestur var veittur þar sem verið væri að vinna í teikningum. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 05.12.12 eigendum og byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt fyrir 15.01.13. Yrði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi gefur byggingarstjóra og eigendum frest til 15.10.13 til að sækja um lokaúttekt. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eigendur í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 188563 → skrá.is
Hnitnúmer: 10073450