Móhella 2, byggingarsstig og notkun
Móhella 2
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 497
12. febrúar, 2014
Annað
Fyrirspurn
Móhella 2 sem er á iðnaðarsvæði er skráð á bst.4 og mst. 4, þrátt fyrir að vera tekið í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 17.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 27.02.12. Ekki var brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan 4 vikna. Yrði ekki brugðist við erindinu mum skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010. 09.08.12 hafði Benedikt Steingrímsson byggingarstjóri samband við embættið, kvaðst ætla að skila inn gögnum og boða svo til lokaúttektar. Ekkert bólaði á því, þannig að skipulags- og byggingarfulltrúi gaf eiganda/byggingarstjóra 06.03.2013 tveggja vikna frest áður en dagsektir yrðu lagðar á. Frestur var síðan veittur til 22.04.2013 til að skila inn teikningum og ganga frá málum. Breytingar samþykktar 24.04.13 með fyrirvara um að samræmdir uppdrættir í þríriti bærust. Síðan hefur ekkert gerst í málinu.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Benedikt Steingrímsson og sömu upphæð á eigendur: FM-hús, FM-eignir 1, FM-eignir 2, Guðmund Arason ehf, Apus ehf, Kristinn Guðmundsson/Jón S Guðmundsson, Húsafell ehf og Kristinn Guðmundsson frá og með 15.03.2014 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnfram verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra skv. 15. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 189370 → skrá.is
Hnitnúmer: 10075075