Kaldársel, samnýting aðstöðu.
Kaldársel
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 262
16. nóvember, 2010
Annað
Fyrirspurn
Lagður fram tölvupóstur Ásgeirs M Jónssonar formanns stjórnar Kaldársels f.h. KFUM og KFUK, dags. 01.11.10, þar sem þess er farið á leit að fjallað verði um fyrirhugaða uppbyggingu mannvirkja í Kaldárseli í Skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðar. Óskum er eftir að kannað verði hvort skynsamlegt sé að samnýta aðstöðu sem þar má koma fyrir.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur formanni, sviðsstjóra og umhverfisfulltrúa að kanna hvort uppbygging Kaldársels geti farið saman með hagsmunum Hafnarfjarðar í samræmi við rammaskipulag upplandsins þar sem m.a. er gert ráð fyrir aðstöðu útivistarfólks við Kaldársel.