Hvaleyrarbraut 2, umgengni á lóð
Hvaleyrarbraut 2
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 268
15. febrúar, 2011
Annað
Fyrirspurn
Hvaleyrarbraut 2, umgengni á lóð. Var síðast tekið fyrir á afgreiðslufundi 24.11.2010 og þá var gefinn þriggja vikna frestur til að fjarlægja skilti að öðrum kosti yrði málinu vísað til skipulags- og byggingarráðs. Ekkert hefur gerst. Erindið var til umjfjöllunar á afgreiðslufundi skipualgs- og byggingarfulltrúa, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: "Skipulags- og byggingarráð gerir lóðarhöfum skylt að bæta umgengni á lóðinni innan þriggja vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."
Svar

Skipulags- og byggingarráð bendir eigendum á að stofna húsfélag í samræmi við 13. gr. fjöleignarhúsalaga nr. 26/1994 og taka ákvörðun á þeim vettvangi um hagnýtingu og umgengni um lóð.   Í samræmi við ný mannvirkjalög nr. 160/2010 er byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið. 

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 121100 → skrá.is
Hnitnúmer: 10033438