Jafnréttisnefnd, hlutverk
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3270
23. september, 2010
Annað
Fyrirspurn
Farið yfir hlutverk jafnréttisnefndar en bæjarráð hefur það hlutverk með höndum. Formaður bæjarráðs fór yfir hlutverkið og helstu verkefni og lagði fram eftirtalin gögn: Lög um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Jöfnum leikinn, kynjasamþætting og jafnréttisáætlanir. Jafnréttisstefna Hafnarfjarðarbæjar 2007 - 2011. Jafnfram greindi formaður frá Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum.
Svar

Bæjarráð felur formanni að kynna skyldur sveitarfélagsins í þessu efni í ráðum og nefndum bæjarins. Bæjarráð hvetur jafnfram sömu aðila til að kynna sér kynjaða fjárhagsáætlanagerð og velja sér afmarkað og viðráðanlegt verkefni til að vinna samkvæmt kynjaðri hagstjórn.