Sókn í atvinnumálum, átakshópur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3271
7. október, 2010
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju. Lögð fram eftirfarandi tillaga: "Bæjarráð samþykkir að setja á stofn átakshóp um atvinnu- og þróunarmál sem fái það hlutverk að leita leiða til að auka atvinnutækifæri í bæjarfélaginu og efla virkt samráða bæjarfélagsins og hagsmunaaðila í atvinnulífi svæðisins. Hópurinn skipuleggi átak í markaðssetningu atvinnusvæða og fylgi því eftir. Bæjarráð felur oddvitum flokkana að tilnefnda fimm fulltrúa í átakshópinn en með hópnum skulu jafnframt starfa fulltrúar þeirra sviða innan stjórnsýslunnar sem hafa með hendi verkefni sem tengjast atvinnumálum. Átakshópurinn skal starfa svo lengi sem þörf krefur og skila fyrstu hugmyndum að aðgerðum fyrir miðjan nóvember og áfangaskýrslu til bæjarráðs þann 1. mars 2011."
Svar

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu.