Breiðvangur 63, girðing
Breiðvangur 63
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 259
19. október, 2010
Annað
Fyrirspurn
Eigendur Breiðvangs 65 kvarta yfir girðingu umhverfis Breiðvang 63, sem nær fullri hæð allt að þeirra lóðamörkum. Segja eiganda Breiðvangs 63 einnig ætla að reisa girðinu milli lóðanna án þeirra samþykkis. Með bréfi dags. 4. ágúst 2010 óska Jón Holbergsson og Sigurborg Pétursdóttir eftir að erindið verði tekið upp að nýju. Skipulags- og byggingarráð ályktaði 24.08.10 að girðing umhverfis Breiðvang 63 væri án heimildar, og bæri eiganda að sækja um leyfi fyrir henni eða fjarlægja að öðrum kosti. Með umsókn skal fylgja skriflegt leyfi frá lóðarhöfum þeirra lóða sem girðingin liggur að. Skipulags- og byggingarráð gaf lóðarhafa Breiðvangs 63 fjórar vikur til að bregðast við erindinu. Ítrekun hefur borist frá eigendum Breiðvangs 65. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 06.10.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Skipulags- og byggingarráð ítrekar fyrri tilmæli sín til eigenda Breiðvangs 63. 

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120171 → skrá.is
Hnitnúmer: 10029950