Norðurbærinn uppfærsla deiliskipulags
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1681
9. maí, 2012
Annað
Fyrirspurn
8.liður úr fundargerð SBH frá 4.maí sl. Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að endurgerð deiliskipulags fyrir Norðurbæ Hafnarfjarðar, sem samþykkt var í fjárhagsáætlun 2009 og 2010 og unnin er á skipulags- og byggingarsviði. Áður lögð fram fornleifaskráning, sem send hefur verið til umsagnar fornleifaverndar ríkisins. Forstigskynningarfundur var haldinn 31.03.11. skipulagið verði auglýst í samræmi við 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust. Haldinn var kynningarfundur á auglýsingatíma, þar sem fornleifaskráning svæðisins var jafnframt kynnt. Lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum. Skipulags- og byggingarráð gerir svör skipulags- og byggingarsviðs að sínum. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulag fyrir Norðurbæ Hafnarfjarðar og að afgreiðslu verði lokið í samræmi við 41. gr. laga nr. 123/2010."
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.