Aðalskipulag Hafnarfjarðar, heildarendurskoðun til ársins 2025.
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 332
22. október, 2013
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga stýrihóps að endurskoðun Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005-2025. Endurskoðuð greinargerð og aðalskipulagsuppdráttur. tillagan var send til umsagnar ráða og nefnda Hafnarfjarðar. Lagðar fram umsagnir bæjarráðs, fjölskylduráðs, hafnarstjórnar og sviðsstjóra stjórnsýslu.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að taka saman umsagnir nefnda og ráða og gera tillögu að svörum við þeim fyrir næsta fund í samræmi við umræður á fundinum. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að haldinn verði almennur kynningarfundur um aðalskipulagið í tengslum við vinnustofuna "þinn staður - okkar umhverfi" fimmtudaginn 14. nóvember.