Hundasvæði
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 253
22. júní, 2010
Annað
Fyrirspurn
Tekin til umræðu tillaga sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar 14.06.2010: "Hundasvæði: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að beina því til skipulags- og byggingarráðs og framkvæmdaráðs, að hafinn verði undirbúningur að því að útbúa sérstakt svæði þar sem hundaeigendur geti sleppt hundum sínum lausum." Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna tillögu að staðsetningu og útfærslu slíks svæðis í samvinnu við framkvæmdasvið.