Fríkirkjan í Hafnarfirði, safnaðarheimili
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3263
27. maí, 2010
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram drög að viljayfilýsingu milli Fríkirkjunnar og Hafnarfjarðarbæjar varðandi uppbyggingu safnaðarheimilis. Einig lagt fram erindi Fríkirkjunnar í Hafnarfirði dags. 19. maí 2010 þar sem óskað er eftir fjárstuðning fyrir árið 2010.
Svar

Bæjarráð vísar viljayfirlýsingunni til yfirferðar hjá skipulags- og byggingarsviði.   Bæjarráð vill minna á það misvægi sem kemur fram í lögum um jöfnunarsjóð sókna og hvetur Alþingi til að taka málið til endurskoðunar þannig að jafnræði sé milli sókna um byggingarstyrki.