Orkuauðlindir og Suðurlindir
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1638
19. maí, 2010
Annað
Svar

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu f.h. fulltrúa oddvita stjórnmálaflokkanna í bæjarstjórn: "Auðlindir í almannaþágu Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tryggja samfélagsleg og innlend yfirráð náttúruauðlinda í landi Hafnarfjarðar þannig að hagsmunir almennings verði ávallt hafðir að leiðarljósi við nýtingu þeirra og að arðurinn renni til samfélagsins. Hafnarfjarðarkaupstaður er einn af þremur eigendum í hinu opinbera hlutafélagi Suðurlindum. Aðrir eigendur Suðurlinda eru Grindavíkurkaupstaður og Sveitarfélagið Vogar. Fulltrúum Hafnarfjarðarbæjar í stjórn Suðurlinda er því falið að gangast fyrir því að stjórn Suðurlinda árétti þá stefnu sína í samræmi við viljayfirlýsingu og samþykktir félagsins frá því 15. nóvember og 20. desember 2007, að þau sveitarfélög sem tilheyra Suðurlindum tryggi samfélagsleg og innlend yfirráð náttúruauðlinda í landi þessara sveitarfélaga og að arðurinn af nýtingu þeirra skili sér í samfélagslega sjóði.  Það verði m.a.  gert með því að setja ákvæði þess efnis í samþykktir Suðurlinda." Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign) Lúðvík Geirsson (sign) Haraldur Þór Ólason (sign)     Haraldur Þór Ólason tók til máls. Þá bæjarstjóri, Lúðvík Geirsson. Þá Gunnar Svavarsson. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.   Haraldur Þór Ólason kom að svohljóðandi bókun: Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja tillögu um að tryggja yfirráð Hafnarfjarðar á auðlindum í landi bæjarins með hagsmuni almennings í huga. Þetta var frumforsenda fyrir þátttöku Hafnarfjarðarbæjar í stofnun Suðurlinda ohf ásamt sveitarfélögunum í Vogum og í Grindavík. Hins vegar er það á borði ríkisstjórnar og Alþingis að settur verði lagarammi um eignarhald á orkufyrirtækjum og því eðlilegt að beina þeim atriðum sem snúa að erlendu eignarhaldi orkufyrirtækja þangað. Það verður svo ávallt á ábyrgð eigenda Suðurlinda ohf að sýna fyllstu ráðdeild og aðgát varðandi sölu á nýtingarrétti auðlinda í lögsagnarumdæmum þeirra með hagsmuni íbúa sveitarfékaganna að leiðarljósi.   Haraldur Þór Ólason sign. Rósa Guðbjartsdóttir  sign. Almar Grímsson sign. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að svohljóðandi bókun f.h. Vinstri grænna og Samfylkingar: "Nýlega hefur auðlindanefnd skilað áliti sem er grunnur að endurskoðun löggjafar um auðlindamál. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að endurskoðun laga sé hafin á þeim grunni. Sú tillaga sem bæjarstjórn hefur nú samþykkt snýr að ábyrgð sveitarstjórna og að bæjarfélögin standi vörð um auðlindir sem eru sameign íbúanna." Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign) Lúðvík Geirsson (sign) Guðmundur Rúnar Árnason (sign) Gunnar Svavarsson (sign) Guðfinna Guðmundsdóttir (sign) Eyjólfur Sæmundsson (sign) Gísli Ó. Valdimarsson (sign) Helena Mjöll Jóhannsdóttir (sign)