Aðalskipulag Miðbær-Hraun breyting
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 259
19. október, 2010
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 20.5.2010 að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 þar sem verslunar- og þjónustusvæði á lóð við Álfaskeið 113 - 115 er breytt í íbúðarsvæði. Tillagan var auglýst skv. 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og er athugasemdatíma lokið. Engar athugasemdir bárust. Tillagan var kynnt á almennum fundi samhliða deiliskipulagi fyrir svæðið.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir aðalskipulagsbreytinguna og að málinu verði lokið í samræmi við 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar lóð við Álfaskeið 113 - 115 og að málinu verði lokið í samræmi við 18. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."