Tjarnarvellir 1, bifreiðastæði til bifhjólakennslu
Tjarnarvellir 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 252
25. maí, 2010
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf frá Sigurði Jónassyni löggiltum ökukennara dags. 28.04.2010 þar sem óskað er eftir leyfi til að stunda ökukennslu fyrir bifhjól á bílastæði Tjarnarvalla 1. Fram kemur að ökukennsla hafi áður verið stunduð með leyfi eiganda Tjarnarvalla 3, sem hafi sagst vera eigandi að bifreiðastæðinu. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skiulags- og byggingarfulltrúa 10.05.2010 sam vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Tekið er fram að bílastæðið er á bæjarlandi.
Svar

Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulags- og byggingarsviði að setja nánari reglur um útfærslu í samráði við framkvæmdasvið. Liggja þarf fyrir samþykki lóðarhafa að Tjarnarvöllum 1.