Lánsfjárheimildir bæjarsjóðs 2010
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1633
24. mars, 2010
Annað
Fyrirspurn
12. liður úr fundargerð BÆJH frá 18.mars sl. Fjármálastjóri gerði grein fyrir málinu. Lagður fram lánasamingur við Lánasjóð sveitarfélaga vegna endurfjármögnunar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 500.000.000 kr. til 14 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að endurfjármagna afborgun af skammtímaláni nr. 0806019 hjá sjóðnum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er bæjarstjóra Lúðvík Geirssyni kt. 210459-3839, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari. "
Svar

Gísli Ó. Valdimarsson tók til máls. Þá Haraldur Þór Ólason sem lagði fram svohljóðandi tillögu:   Tillaga um Samstarf í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um endurfjármögnun skulda Hafnarfjarðarbæjar   Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstrihreyfingarinnar -  grænt framboð vilja samstarf allra flokka í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um að gera áætlun og hrinda í framkvæmd aðgerðum til að auðvelda endurfjármögnun þeirra lána sem á gjalddaga eru á næstu mánuðum. Einnig að unnið verði að tillögum um frekara  aðhald í rekstri bæjarins eins og kostur er. Lagt er til að þetta verði gert með eftirfarandi hætti: 1.       Skipaður verði stýrihópur sem hafi umsjón með úttekt og og tillögum um aðgerðir og möguleika til minnkunar skulda og endurfjármögnunnar bæjarins. Hópurinn verði skipaður fulltrúum stjórnmálaflokkanna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Að auki eiga bæjarstjóri og fjármálastjóri setu- og tillögurétt í stýrihópnum. Hópurinn skal einnig leita ráðgjafar sérfræðinga eftir því sem þurfa þykir. 2.       Hraðað verði gerð ársreiknings bæjarins fyrir árið 2009 og 1. ársfjórðungsuppgjörs fyrir árið 2010 og niðurstöðurnar bornar saman við áætlanir. Þessi vinna skuli vera búin fyrir 2. apríl. 3.       Meginverkefni hópsins er greining  og tillögugerð að eftirfarandi þáttum:                                                               i.      Yfirlit um skuldir á gjalddaga næstu 2 árin                                                             ii.      Yfirlit yfir lánveitendur og kjör.                                                           iii.      Leggja mat á raunhæfa endurgreiðslugetu bæjarsjóðs                                                            iv.      Kanna áhuga lánveitenda á framlengingu lána.                                                              v.      Kortleggja aðra fjármögnunnarkosti.                                                            vi.      Endurskoða 3ja ára áætlun m.v. áætluð markaðskjör.                                                          vii.      Leggja mat á þörf aðgerða til frekara aðhalds í rekstri bæjarins til að standa undir afborgunum og vöxtum.                                                        viii.      Kanna með sölu eigna til að létta skuldir og endurgreiðslubyrði.                                                            ix.      Leggja fram tillögu til bæjarráðs og bæjarstjórnar um næstu skref. 4.       Fyrstu tillögur hópsins skulu liggja fyrir eigi síðar en 24. apríl 2010.   Greinargerð: Sjálfstæðisflokknum og  Vinstri Grænum  sem og öðrum bæjarbúum er það ljóst að staða bæjarsjóðs er mjög viðkvæm og skuldir bæjarins miklar. Nýlegt bréf eftirlitsstofnunar með fjármálum sveitarfélaga sýnir  að ekki megi mikið útaf bregða áður en nefndin grípi inní. Einnig sýna og sanna nýleg kjör við endurfjármögnun um 500 milljóna króna láns að lánakjör bærjarins eru líkleg til þess að vera allnokkuð hærri en áætlanir gera ráð fyrir og því hætta á að forsendur  fjárhagsáætlunar 2010  og 3ja ára áætlunar raskist töluvert.  Því viljum við  bjóða fram krafta og samstarf okkar til að ná  sátt um aðgerðir til að bregðast við aðsteðjandi vanda. Endurfjármögnun á um 7,5 milljarða króna lánsafborgun er yfirvofandi í haust og er því  einsýnt að ekki veitir af tímanum til að ná ásættanlegri niðurstöðu um þá endurfjármögnun sem fyrst. Ennfremur má gera ráð fyrir að tíminn eftir kosningar 29. maí n.k. geti orðið of naumur til að ná hagstæðustu niðurstöðu fyrir bæjarsjóð og bæjarbúa.  Hvert prósent umfram núverandi vaxtakjör kostar bæinn 75 milljónir króna af útlögðu fé í vexti og þá er eingöngu miðað við þá upphæð sem kemur  til endurfjármögnunnar í haust. Þessi upphæð samsvarar t.d. framlagi bæjarins til rekstrar  einstaka leikskóla bæjarins á ári.  Tekið skal fram að við gerum ekki kröfu um neina breytingu á stjórnskipulagi bæjarins eða aðkomu að stjórnun bæjarins að öðru leyti. Markmiðið er eingöngu að ná sátt og samstöðu um þetta mikilvæga verkefni sem bærinn á fyrir höndum á næstu mánuðum. Sátt sem endar vonandi með því að tillögur hópsins verði samþykktar samhljóða í bæjarráði og bæjarstjórn. Við vonum að vel verði tekið í þessa tillögu okkar og skipað verði í stýrihópinn sem allra fyrst.   Virðingarfyllst   f.h. Sjálfstæðisflokksins                                             F.h. Vinstri hreyfingarinnar - grænt framboð   Haraldur Ólason, bæjarfulltrúi (sign)                        Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi (sign)   Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi (sign)   Almar Grímsson, bæjarfulltrúi (sign). Gísli Ó. Valdimarsson tók máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Gísli Ó. Valdimarsson svaraði andsvari. Guðfinna Guðmundsdóttir vék af fundi kl. 16:00. Í hennar stað mætti Helena Mjöll Jóhannsdóttir. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Gísla Ó. Valdimarssonar. Gísli Ó. Valdimarsson svaraði andsvari. Gunnar Svavarsson tók til máls. Annar varaforseti, Almar Grímsson, tók við fundarstjórn. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari. Forseti tók við fundarstjórn að nýju. Gunnar Svavarsson svaraði andsvari. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari öðru sinni. Gunnar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Gunnar Svavarsson kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni. Haraldur Þór Ólason tók til máls. Gunnar Svavarsson kom að andsvari. Gísli Ó. Valdimarsson tók til máls. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu sem bæjarráð vísaði til bæjarstjórnar á fundi sínum 18. mars sl. með 7 atkvæðum, 4 sátu hjá. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa framlagðri tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um samstarf í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um endurfjármögnun skulda Hafnarfjarðarbæjar til bæjarráðs.   Gísli Ó. Valdimarsson lagði fram svohljóðandi bókun: Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar fagna áhuga Sjálfstæðisflokks og VG á því að taka þátt í málefnalegri umræðu um fjármál bæjarins. Það er virðingarvert að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sýni vilja til þess 8 vikum fyrir kosningar að koma að breiðu samstarfi um fjárhags- og rekstrarmál Hafnarfjarðarbæjar og leita eftir gögnum og upplýsingum sem sýna raunverulega stöðu og fjárhagsgetu sveitarfélagins.   Stærsti hluti þeirra atriða sem framlögð tillaga tekur til eru og hafa verið í vinnslu um nokkurt skeið eins og bæjarfulltrúum sjálfstæðisflokks og vinstri grænna er fullkunnugt. Ársreikningar fyrir árið 2009 verða lagðir fram í apríl og varla er alvara á bakvið tillögu um að ársfjórðungsuppgjör verði lagt fram á föstudaginn langa, tveimur dögum eftir að fyrsta ársfjórðungi lýkur. Mánaðaruppgjör fyrir janúar var lagt fram í lok febrúar og mánaðaruppgjör fyrir febrúar liggur fyrir í næstu viku. Þá liggur fyrir í samþykktri fjárhagsláætlun ársins að hún verður tekin til yfirferðar og endurskoðunar hjá bæjarráði og bæjarstjórn þegar þriggja mánaða uppgjör liggur fyrir eftir örfáar vikur.  Yfirlit yfir lán og lánakjör bæjarins hafa alla tíð legið fyrir liggja fyrir og vinna við endurfjármögnun vegna ársins 2010 er löngu hafin og er á hendi ráðgjafa sveitarfélagsins sem haldið hafa utan um þau mál um langt árabil.  Sjálfsagt og eðlilegt er leggja fram öll þau gögn sem óskað er eftir eins og venja er og auk þess sem tiltekið er í framlagðri tillögu væri ástæða til að fela endurskoðendum bæjarins að leggja fram sérstakt yfirlit samhliða framlagningu ársreiknings um greiðslu- og skuldaþol bæjarins og jafnframt yfirlit yfir þróun skulda og fjárhagsstöðu bæjarins á sl. 10 árum ásamt samanburði við önnur stærstu sveitarfélög landsins. Eyjólfur Sæmundsson (sign) Gísli Ó. Valdimarsson (sign) Gunnar Svavarsson (sign) Helena Mjöll Jóhannsdóttir (sign) Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign) Ingimar Ingimarsson (sign) Guðmundur Rúnar Árnason (sign)