Steinhella 10, byggingarstig og notkun
Steinhella 10
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 353
23. mars, 2011
Annað
Fyrirspurn
Steinhella 10, er á bst. 4 og mst. 8, en er í fullri notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði eigendum skylt að veita upplýsingar um málið innan tveggja vikna. Bærust þær ekki yrði málinu vísað til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Bréf barst 06.04.10 með beiðni um frest til að vinna í málinu. Síðan hefur ekkert gerst. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 24.11.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs sem gerði 30.11.10 eigendum skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna. Frestur var beittur til 01.02.11, en ekki hefur verið lokið við málið.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir eiganda á að ráða nýjan byggingarstjóra og boða til lokaúttektar í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.