Orlofsnefnd húsmæðra, styrkbeiðni 2010
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3268
26. ágúst, 2010
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju. Lagt fram bréf formanns nefndarinnar dags. 12. ágúst 2010 varðandi afgreiðslu bæjarráðs á styrk til nefndarinnar.
Svar

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi bókun: Á fundi bæjarráðs 9. júlí s.l. var samþykkt að veita orlofsnefnd húsmæðra í Hafnarfirði styrk að upphæð kr. 900.000. Í bréfi frá orlofsnefndinni er óskað eftir rökstuðningi fyrir afgreiðslu bæjarráðs. Rök bæjarráðs fyrir afgreiðslunni eru eftirfarandi: Í samræmi við framlagningu fumvarps til laga um afnám laga um orlof húsmæðra, nr. 53/1972 gerði Hafnarfjarðarkaupstaður ekki ráð fyrir fjárframlagi til orlofsnefnar húsmæðra fyrir fjárhagsárið 2010. Fram til þessa hefur afgreiðsla styrkveitingarinnar farið fram í fjölskylduráði og hefur að jafnaði verið greidd lægri fjárhæð til orlofsnefndar húsmæðra í Hafnarfirði en lögin segja til um (að árinu 2009 undanskildu). Verið hefur til skoðunar í lengri tíma að leggja niður orlof húsmæðra. Ekki má gera lítið úr þeirri réttarbót sem lögin voru á sínum tíma en sá veruleiki sem konur stóðu frammi fyrir þá er allt annar en konur standa frammi fyrir í dag. Bæjarráð vísar því til þeirrar hefðar sem skapast hefur við greiðslu fjárhæðar til orlofsnefnar húsmæðra í Hafnarfirði, og þess að í dag þarf að leita allra leiða til að hagræða og forgangsraða fjármagni til mikilvægra verkefna auk þess sem Jafnréttisstofa hefur svarað fyrirspurn Vestmannaeyjabæjar árið 2007 að hún teldi líkur á að lög um orlof húsmæðra teljist brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.