Framkvæmdasvið, gjaldskrá 2010
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1629
27. janúar, 2010
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð FRH frá 18.jan. sl. Lögð fram gjaldskrá Framkvæmdasviðs fyrir 2010.
Framkvæmdaráð samþykkir gjaldskránna fyrir sitt leiti með 3 atkvæðum, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. Gjaldskráin tekur hækkunum með vísitölu.
Framkvæmdaráð vísar gjaldskránni til bæjarstjórnar.
Svar

Til máls tók Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir. Þá Gunnar Svavarsson. Haraldur Þór Ólason tók til máls og lagði fram tillögu um að fresta málinu milli funda. Gunnar Svavarsson tók til máls öðru sinni. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari. Gunnar Svavarsson svaraði andsvari. Almar Grímsson tók til máls. Gunnar Svavarsson kom að andsvari. Almar Grímsson svaraði andsvari. Gunnar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni. Almar Grímsson svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Svavarsson kom að stuttri athugasemd.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum tillögu um að fresta málinu milli funda.