Reykjanesbraut, gatnamót við Straumsvík
Reykjanesbraut
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1665
28. september, 2011
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð SBH frá 20.sept. sl. Tekin fyrir tillaga Arkis að deiliskipulagi gatnamótanna dags. 04.04.2011. Tillagan var auglýst samkvæmt 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt aðalskipulagsbreytingu og umhverfisskýrslu dags. 30.06.2011 skv. 7. grein laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Athugasemdafresti er lokið, engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að málsmeðferð verði lokið skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deiliskipulagi lóðar álversins í Straumsvík hvað varðar gatnamót Reykjanesbrautar við Víkurgötu dags. 04.04.2011 og að málsmeðferð verði lokið skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010."
Svar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu skipulags- og byggingarráðs.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 197313 → skrá.is
Hnitnúmer: 10121182