Lækjargata 10 , deiliskipulagsbreyting.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1632
10. mars, 2010
Annað
Fyrirspurn
3. liður úr fundargerð SBH frá 2.mars sl. Hafliði Richard Jónsson sækir um leyfi til að breyta deiliskipulagi á Lækjargötu 10. Samkvæmt teikningum Hilmars Þórs Björnssonar dags. 03.12.09. Skipulags- og byggingarráð samþykkti 15.12.2009 að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst 25.12.2009 og lauk athugasemdafresti 09.02.2010. Athugasemd barst. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að svari við athugasemdum.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulags- og byggingarsviðs, samþykkir deiliskipulagið og að erindinu verði lokið samkvæmt 26. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deiliskipulagi Lækjargata - Hamar 1999, varðandi lóðina Lækjargötu 10, dags. 3.12.2009, sem auglýst var 28.12.2009 og lauk athugasemdafresti 09.02.2010 og að erindinu verði lokið samkvæmt 26. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."
Svar

Gísli Ó. Valdimarsson tók til máls.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.