Furuás 16, 18 og 20, byggingakrani og hálfkláruð hús
Furuás 16
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1644
13. október, 2010
Annað
Fyrirspurn
20.liður úr fundargerð SBH frá 5.okt. sl. Loftur B Gíslason Furuási 22 leggur inn kvörtun 19.11.2009 vegna yfirgefins byggingarkrana á miðri götunni gegnt húsi hans. Kraninn var reistur vegna byggingar raðshúss við Furuás 16 - 20. Á umræddri lóð er einnig mikið af alls kyns alls konar byggingarefni og afgöngum. Borist hefur bréf frá Heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis vegna sama máls. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 02.12.2009 lóðarhafa Furuáss 16 - 20 skylt að fjarlægja byggingarkrana, byggingarefni og annað lausaefni af lóðinni án tafar. Yrði ekki brugðist við því innan tveggja vikna yrði erindinu vísað til Skipulags- og byggingarráðs með tillögu um beitingu dagsekta í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 21.04.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs sem bókaði eftirfarandi 27.04.10: "Skipulags- og byggingarráð gerir lóðarhafa Furuáss 16 - 20 skylt að fjarlægja byggingarkrana, byggingarefni og annað lausaefni af lóðinni án tafar. Verði ekki brugðist við því innan tveggja vikna verður erindinu vísað til bæjarstjórnar með tillögu um beitingu dagsekta í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997." "Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að lagðar verði dagsektir á lóðarhafa Furuáss 16 - 20 kr. 20.000/dag frá og með 1. nóvember 2010 verði byggingarkrani, byggingarefni og annað lauslegt efni á lóðinni ekki fjarlægt fyrir þann tíma."
Svar

Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls.   Fyrsti varaforseti, Valdimar Svavarsson, tók við fundarstjórn.   Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni.   Forseti bæjarstjórnar tók við fundarstjórn að nýju.   Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari.   Fyrsti varaforseti, Valdimar Svavarsson, tók við fundarstjórn.   Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar.   Forseti tók við fundarstjórn að nýju.     Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 207219 → skrá.is
Hnitnúmer: 10084776