Furuás 16, 18 og 20, byggingakrani og hálfkláruð hús
Furuás 16
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 250
27. apríl, 2010
Annað
‹ 18
19
Fyrirspurn
Loftur B Gíslason Furuási 22 leggur inn kvörtun 19.11.2009 vegna yfirgefins byggingarkrana á miðri götunni gegnt húsi hans. Kraninn var reistur vegna byggingar raðshúss við Furuás 16 - 20. Á umræddri lóð er einnig mikið af alls kyns alls konar byggingarefni og afgöngum. Borist hefur bréf frá Heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis vegna sama máls. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 02.12.2009 lóðarhafa Furuáss 16 - 20 skylt að fjarlægja byggingarkrana, byggingarefni og annað lausaefni af lóðinni án tafar. Yrði ekki brugðist við því innan tveggja vikna yrði erindinu vísað til Skipulags- og byggingarráðs með tillögu um beitingu dagsekta í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 21.04.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: "Skipulags- og byggingarráð gerir lóðarhafa Furuáss 16 - 20 skylt að fjarlægja byggingarkrana, byggingarefni og annað lausaefni af lóðinni án tafar. Verði ekki brugðist við því innan tveggja vikna verður erindinu vísað til bæjarstjórnar með tillögu um beitingu dagsekta í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir lóðarhafa Furuáss 16 - 20 skylt að fjarlægja byggingarkrana, byggingarefni og annað lausaefni af lóðinni án tafar. Verði ekki brugðist við því innan tveggja vikna verður erindinu vísað til bæjarstjórnar með tillögu um beitingu dagsekta í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 207219 → skrá.is
Hnitnúmer: 10084776