Krýsuvík deiliskipulag fyrir rannsóknarborholur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 253
22. júní, 2010
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga VSÓ ráðgjafar f.h. HS-Orku að deiliskipulagi svæðis fyrir rannsóknarborholur í Krýsuvík, dags. 24.11.2009. Tillagan var auglýst 21.12.2009 skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga og lauk umsagnarfresti 09.02.2010. Engin athugasemd barst. Breyting á aðalskipulagi var staðfest af umhverfisráðherra 27.05.2010.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagstillöguna og að málinu verði lokið skv. 25. mgr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að deiliskipulagi fyrir rannsóknarborholur í Krýsuvík dags. 24.11.2009 og að málinu verði lokið skv. 25. mgr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997."