Móhella 1, kvörtun hreinsun
Móhella 1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 250
27. apríl, 2010
Samþykkt
Fyrirspurn
Vettvangsskoðun hefur leitt í ljós að lóðin Móhella 1 er yfirfull af alls kyns drasli, svo sem bílhræjum, húsgögnum, timbri o.fl. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 11.11.2009 lóðarhafa skylt að fjarlægja umrædda hluti af lóðinni innan fjögurra vikna, í samræmi við grein 68.6 í byggingarreglugerð. Yrði ekki brugðist við því innan þess tíma mun skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um beitingu dagsekta í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Lóðarhafi kom til fundar og lofaði að bæta úr, enn ekkert hefur gerst í málinu. Ekkert hefur enn gerst. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 17.02.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs sem samþykkti eftirfarandi 02.03.2010: "Skipulags- og byggingarráð gerir lóðarhafa skylt að fjarlægja umrædda hluti af lóðinni innan fjögurra vikna, í samræmi við grein 68.6 í byggingarreglugerð nr. 441/1998. Verði ekki brugðist við því innan þess tíma mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um beitingu dagsekta í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997." Ekki hefur verið brugðist við erindinu.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að drasl á lóðinni, svo sem bílhræ, húsgögn, timbur o.fl. verði fjarlægt af lóðinni á kostnað eiganda verði ekki brugðist við erindinu innan fjögurra vikna , í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 190324 → skrá.is
Hnitnúmer: 10125558