Burknavellir 1 A,B,C, lokaúttekt
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 246
2. mars, 2010
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju erindi húsfélagsins að Burknavöllum 1 A, B og C dags. 03.10.2009 þar sem þess var farið á leit að skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 07.10.2009 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt á húsinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði byggingarstjóra 01.12.2010 skylt að sækja um lokaúttekt innan fjögurra vikna í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Yrði ekki brugðist við þessu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa málinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði málinu til skipulags- og byggingarráðs sem gerði 01.12.2009 byggingarstjóra hússins skylt að sækja um lokaúttekt á húsinu innan fjögurra vikna í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Yrði ekki brugðist við þessu mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997." Lagður fram tölvupóstur byggingarstjóra dags. 14.12.2009 og minnispunktar frá samtali við formann húsfélagsins dags. 21.01.2010. Skipulags- og byggingarráð gerði á síðasta fundi tillögu til bæjarstjórnar um beitingu dagsekta, en málinu var frestað, m.a. til að skoða lagaákvæði og orðalag. Í byggingarreglugerð grein 53.1 segir: "Þegar smíði húss er að fullu lokið skal byggingarstjóri eða byggjandi óska eftir lokaúttekt byggingarfulltrúa". skv. 8.3 grein byggingarreglugerðar er það lögboðið hlutverk byggingarnefnda að hafa eftirlit með því að hvarvetna í umdæmi hennar sé byggt í samræmi við byggingarleyfi og gildandi skipulag, lagaákvæði og reglugerðir um skipulags- og byggingarmál. Í 57. grein skipulags- og byggingarlaga, mgr. 1, segir: "Sinni aðili ekki fyrirmælum byggingarfulltrúa eða byggingarnefndar innan þess frests sem sveitarstjórn setur getur hún ákveðið dagsektir þar til úr verður bætt. Hámark dagsekta skal ákveðið í byggingarreglugerð. Dagsektir renna í sveitarsjóð."
Svar

Umræða varð um málið.