Burknavellir 1 A,B,C, lokaúttekt
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1631
24. febrúar, 2010
Annað
Fyrirspurn
24.liður úr fundargerð SBH frá 16.febr. sl. Tekið fyrir að nýju erindi húsfélagsins að Burknavöllum 1 A, B og C dags. 03.10.2009 þar sem þess var farið á leit að skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 07.10.2009 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt á húsinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði byggingarstjóra 01.12.2009 skylt að sækja um lokaúttekt innan fjögurra vikna í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Yrði ekki brugðist við þessu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa málinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði málinu til skipulags- og byggingarráðs sem gerði 01.12.2009 byggingarstjóra hússins skylt að sækja um lokaúttekt á húsinu innan fjögurra vikna í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Yrði ekki brugðist við þessu mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997." Lagður fram tölvupóstur byggingarstjóra dags. 14.12.2009 og minnispunktar frá samtali við formann húsfélagsins dags. 21.01.2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að áður boðaðar dagsektir á hendur byggingarstjóra hússins verði kr. 20.000/dag, og verði innheimtar frá og með 15. mars 2010, hafi ekki verið brugðist við erindinu fyrir þann tíma."
Svar

Jón Páll Hallgrímsson tók til máls. Gísli Ó. Valdimarsson kom að andsvari. Jón Páll Hallgrímsson svaraði andsvari. Gísli Ó. Valdimarsson svaraði andsvari. Haraldur Þór Ólason tók til máls. Gísli Ó. Valdimarsson kom að andsvari. Haraldur Þór Ólason svaraði andsvari. Gunnar Svavarsson tók til máls. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari. Gunnar Svavarsson svaraði andsvari. Jón Páll Hallgrímsson kom að andsvari við fyrri ræðu Gunnars Svavarssonar. Gunnar Svavarsson svaraði andsvari. Jón Páll Hallgrímsson kom að andsvari öðru sinni. Gunnar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni.  Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Gert stutt fundarhlé. Lúðvík Geirsson tók til máls og lagði fram frestunartillögu. Gunnar Svavarsson kom að andsvari. Jón Páll Hallgrímsson tók til máls. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti frestunartillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.