Steinhella 14, byggingarstig og notkun
Steinhella 14
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 527
10. september, 2014
Annað
Fyrirspurn
Húsið er skráð á byggingarstigi 2, þó svo að það sé nær fullgert. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.02.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan fjögurra vikna og síðan lokaúttekt. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög. Nýr byggingarstjóri var skráður á verkið 16.02.12. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 13.02.13 byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan þriggja vikna og benti jafnframt á ábyrgð eigenda skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010. Yrði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og senda erindi til Mannvirkjastofnunar um áminningu í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Fokheldisúttekt var synjað 28.02.13. Eftir að klæða norðurgafl og klára brunaskilveggi. Skipulags- og byggingarfulltrúi gaf 12.09.13 eigendum enn 4 vikur til að bregðast við athugasemdum, áður en boðaðar dagsektir koma til framkvæmda. Ekki var brugðist við erindinu, en málið hefur verið í ferli frá 2009.
Svar

Húsið er ekki brunatryggt og öryggismál ófrágengin. Skipulags- og byggingarfulltrúi setur leggur dagsektir kr. 20.000 á dag frá og með 15.10.2014 á byggingarstjóra Hreiðar Sigurjónsson og eigendur JDÓ ehf (15 bil) og aðra eigendur kr. 10.000 á dag: Iðjan ehf, Hólshús ehf, Helga Sigurðsson og Hildi Thors, Óskar Friðriksson, Guðmund Ásgeir Ólafsson, Hreiðar Sigurjónsson, Svein Benediktsson, Byggingarfélagið Aspir ehf, Klúkusteinn ehf, Atla Guðlaug Steingrímsson og Erlu Ásdísi Kristinsdóttur, Birgi Axelsson og Örlyg Kristmundsson ehf frá og með 01.10.2014. Dagsektir má innheimta með fjárnámi í viðkomandi eign skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 207183 → skrá.is
Hnitnúmer: 10092996