Íbúaþing 2010
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 237
3. nóvember, 2009
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga umhverfisnefndar/Sd 21 frá fundi 30. september s.l. um undirbúning að íbúaþingi. Umhverfisnefnd/sd 21 fór þess á leit við Skipulags-og byggingarráð að hafist yrði handa við undirbúning á íbúaþingi með áherslu á rammaskipulag upplandsins, þróunaráætlun miðbæjarins og hugmyndir hafnarstjórnar að nýrri höfn vestan Straumsvíkur. Skipulags- og byggingarráð lagði til 06.10.2009 að stofnaður yrði starfshópur með fjórum fulltrúum úr ráðinu og nefndinni til viðbótar við starfandi starfshóp embættismanna. Rósa Guðbjartsdóttir óskaði þá eftir að áætlanir um útfærslu framkvæmdar og kostnað tengt íbúaþingi liggi fyrir á næsta fundi. Á síðasta fundi voru eftirtalin skipuð í starfshópinn: Gisli Valdimarsson formaður, Guðfinna Guðmundsdóttir og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir. Sjálfstæðisflokkur frestaði tilnefningu. Lagður fram tölvupóstur frá Steinunni Þorsteinsdóttur varðandi kostnað og framkvæmd þingsins. Steinunn Þorsteinsdóttir og Anna Sigurborg Ólafsdóttir mættu á fundinn og ræddu hugmyndir um framkvæmd og kostnað við slíkt íbúaþing.
Svar

Lagt fram.