Íbúaþing 2010
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 238
17. nóvember, 2009
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga umhverfisnefndar/Sd 21 frá fundi 30. september s.l. um undirbúning að íbúaþingi. Umhverfisnefnd/sd 21 fór þess á leit við Skipulags-og byggingarráð að hafist yrði handa við undirbúning á íbúaþingi með áherslu á rammaskipulag upplandsins, þróunaráætlun miðbæjarins og hugmyndir hafnarstjórnar að nýrri höfn vestan Straumsvíkur. Skipulags- og byggingarráð lagði til 06.10.2009 að stofnaður yrði starfshópur með fjórum fulltrúum úr ráðinu og nefndinni til viðbótar við starfandi starfshóp embættismanna. Rósa Guðbjartsdóttir óskaði þá eftir að áætlanir um útfærslu framkvæmdar og kostnað tengt íbúaþingi liggi fyrir á næsta fundi. Á síðasta fundi voru eftirtalin skipuð í starfshópinn: Gisli Valdimarsson formaður, Guðfinna Guðmundsdóttir og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir. Sjálfstæðisflokkur frestaði tilnefningu. áður lagður fram tölvupóstur frá Steinunni Þorsteinsdóttur varðandi kostnað og framkvæmd þingsins. Steinunn Þorsteinsdóttir og Anna Sigurborg Ólafsdóttir mættu á síðasta fund og ræddu hugmyndir um framkvæmd og kostnað við slíkt íbúaþing. Lagðir fram minnispunktar þeirra varðandi framkvæmd og kostnað við þingið. Steinunn Þorsteinsdóttir og Anna Sigurborg Ólafsdóttir gerðu á ný grein fyrir hugmyndum um framkvæmd og kostnað við þingið.
Svar

Rósa Guðbjartsdóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur til að íbúaþinginu verði frestað að sinni og tilnefnir því ekki fulltrúa í starfshópinn og leggur fram eftirfarandi bókun: Í ljósi þröngar fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar telur undirrituð það ekki forgangsverkefni að halda þriggja klukkutíma íbúaþing um skipulagsmál sem fjalla á um  rammaskipulag upplandsins og Krýsuvíkur, þróunaráætlun miðbæjarins og hugmyndir hafnarstjórnar að nýrri höfn vestan Straumsvíkur. Ljóst er að mikill niðurskurður er framundan í bæjarfélaginu og því ber bæjaryfirvöldum að velja þau verkefni sem brýnust eru eða nýtast munu sem flestum á komandi mánuðum eða misserum. Áætlaður kostnaður við Íbúaþingið er á bilinu 2-3 milljónir króna og telur undirrituð að fresta beri Íbúaþinginu að sinni og nýta fjármunina til meira aðkallandi verkefna. Gísli Ó. Valdimarsson og Trausti Baldursson fulltrúar Samfylkingar leggja fram eftirfarandi bókun: Í drögum að dagskrá íbúaþings er lögð áhersla á Miðbæinn- skipulag, landnýtingu og umhverfi miðbæjarins, Hafnarfjarðarhöfn- framtíðarhöfn vestan Straumsvíkur, Upplandið og Krýsuvík- rammaskipulag, göngustíga og möguleika til útivistar. Í framangreindu er verið að ræða m.a. um umhverfi og útivist ásamt atvinnumálum. Þessir málaflokkar snerta alla bæjarbúa og er mikilvægt að fjalla um þá í samvinnu við íbúa bæjarins.