Gjáhella 11, byggingarstig og notkun
Gjáhella 11
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 425
5. september, 2012
Annað
Fyrirspurn
Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 1 þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, og að lögboðnar úttektir hafi ekki farið fram, þar á meðal fokheldisúttekt. Samkvæmt skilmálum átti húsið að skilast fokhelt 7. október 2008 og fullbúið 7. apríl 2009. Skipulags- og byggingarráð gerði 14.12.10 eigendum skylt að skrá byggingarstjóra á verkið og sækja á ný um fokheldisúttekt innan 3 vikna. Ekki hafði verið brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 12.01.12 bókun skipulags- og byggingarráðs. Yrði ekki brugðist við erindinu innan fjögurra vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við heimildir í mannvirkjalögum nr. 160/2010. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði dagsektir á eigendur skv. 56. grein laga um mannvirki, en bréf munu ekki hafa komist til skila.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar álögðum dagsektum. Þrotabúinu SÆ 14 ehf ber að rýma alla starfsemi úr húsinu eða að öðrum kosti að skila inn leiðréttum uppdráttum þannig að fokheldisúttekt geti farið fram. Þá er það skylda þrotabúsins og fasteignasala að gera kaupanda grein fyrir því að húsið sé ekki byggt samkvæmt teikningum og sé ekki á fokheldisstigi, en skipulags- og byggingarfulltrúi mun krefja nýja eigendur um aðgerðir í samræmi við lög og reglugerðir ef taka á húsið í notkun.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 203404 → skrá.is
Hnitnúmer: 10097608