Gjáhella 11, byggingarstig og notkun
Gjáhella 11
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 254
3. ágúst, 2010
Annað
Fyrirspurn
Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 1 þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, og að lögboðnar úttektir hafi ekki farið fram, þar á meðal fokheldisúttekt. Samkvæmt skilmálum átti húsið að skilast fokhelt 7. október 2008 og fullbúið 7. apríl 2009. Skipulags- og byggingarráð gerði 03.11.2009 eigendum og byggingarstjóra skylt að veita upplýsingar um málið innan tveggja vikna. Bærust þær ekki yrði málinu vísað til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. - Komið hefur í ljós að eigendur eru einungis búnir að stúka af eitt bil og fá þar af leiðandi ekki fokheldisvottorð. Fokeldi var synjað 06.06.2009 þar sem vantaði brunahólfandi veggi og þá vantar enn. Eigendur eru samt búnir að þinglýsa eignaskiptasamningi og skuldbinda sig þar með að skipta húsinu í 8 eignir. Skipulags- og byggingarfulltrúi leitaði álits lögfræðings skipulags- og byggingarsviðs, sem nú liggur fyrir. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 09.06.2010, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs sem gerði 03.07.2010 byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldisúttekt innan tveggja vikna. Yrði það ekki gert yrði málinu vísað til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Komið hefur í ljós að byggingarstjóri hefur skráð sig af verkinu og annar ekki verið ráðinn í staðinn.
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir eigendum skylt að ráða nýjan byggingarstjóra á verkið innan tveggja vikna. Verði það ekki gert mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga. Einnig er þeim skylt að gera nauðsynlegar úrbætur og sækja um fokheldisúttekt innan átta vikna. Verði það ekki gert mun skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 203404 → skrá.is
Hnitnúmer: 10097608