Gjáhella 11, byggingarstig og notkun
Gjáhella 11
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 550
25. febrúar, 2015
Annað
Fyrirspurn
Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 1 þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, og að lögboðnar úttektir hafi ekki farið fram, þar á meðal fokheldisúttekt. Samkvæmt skilmálum átti húsið að skilast fokhelt 7. október 2008 og fullbúið 7. apríl 2009. Skipulags- og byggingarráð gerði 14.12.10 eigendum skylt að skrá byggingarstjóra á verkið og sækja á ný um fokheldisúttekt innan 3 vikna. Ekki var brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 12.01.12 bókun skipulags- og byggingarráðs. Yrði ekki brugðist við erindinu innan fjögurra vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við heimildir í mannvirkjalögum nr. 160/2010. Ekki var enn brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði dagsektir á eigendur skv. 56. grein laga um mannvirki, en frestaði þeim þar sem bréf munu ekki hafa komist til skila. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 05.09012 eigendum skylt rýma alla starfsemi úr húsinu eða að öðrum kosti að skila inn leiðréttum uppdráttum þannig að fokheldisúttekt geti farið fram. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði enn fyrirmæli sín 17.10.12 og var frestur veittur til 01.12.2012. Leiðréttum uppdráttum hefur verið skilað inn, en fokheldisúttekt ekki farið fram.
Svar

Skipulags-og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra/eiganda skylt að sækja um fokheldisúttekt og lokaúttekt án tafar og setur áður boðaðar dagsektir í gang, kr. 20.000 á dag á eigendur Járn og blikk frá og með 01.04.2015 hafi ekki verið brugðist við erindinu fyrir þann tíma. Fleiri frestir verða ekki gefnir.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 203404 → skrá.is
Hnitnúmer: 10097608