Leiguhúsnæði og húsaleigubætur, reglur um úthlutun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1618
1. september, 2009
Annað
Fyrirspurn
10.liður úr fundargerð FJÖH frá 26. ágúst sl. Lögð fram tillaga málskotsnefndar að breyttum reglum um úthlutun á almennu leiguhúsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ og sérstakar húsaleigubætur.
Fjölskylduráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagðar breytingar á reglum um úthlutun á almennu leiguhúsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ og sértakar húsaleigubætur."
Svar

Til máls tók Guðmundur Rúnar Árnason, þá Almar Grímsson, Guðmundur Rúnar Árnason veitti andsvar. Síðan tók Gunnar Svavarsson til máls, Haraldur Þór Ólason kom að andsvari, Gunnar Svavarsson svaraði andsvari, Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari við ræðu Gunnars Svavarssonar. Þá tók Haraldur Þór Ólason til máls, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari, Haraldur Þór Ólason svaraði andsvari, Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari við ræðu Haraldar Þórs Ólasonar, þá svaraði Haraldur Þór Ólason andsvari. Almar Grímsson tók síðan til máls.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillögu fjölskylduráðs með 11 atkvæðum.