HS Orka hf og HS Veitur hf, sala hlutabréfa
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1622
27. október, 2009
Annað
Fyrirspurn
8. liður úr fundargerð BÆJH frá 22. okt. sl. Tekið fyrir að nýju erindi HS Orku hf þar sem tilkynnt er um sölu á 0,32298% hlut Sandgerðisbæjar og 31,22911% hlut Orkuveitu Reykjavíkur í félagninu. Bæjarráð vísar eftirfrandi til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að falla frá forkaupsrétti á hlutabréfum Sandgerðis og Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku hf."
Svar

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi frávísunartillögu: "Eðlilegt er að bæjarstjórn Hafnarfjarðar viðhafi samskonar stjórnsýslu og við fyrri tilkynningar um sölu hlutabréfa í HS Orku hf og leyfi forkaupsréttarfrestum að líða í staðinn fyrir að afsala sér forkaupsrétti sínum. Bæjarfulltrúi Vinstri grænna leggur því til að bæjarstjórn samþykki að vísa frá tillögu um samþykki að falla frá forkaupsrétti á hlutabréfum Sandgerðis og Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku hf. Eðlilegt er að láta forkaupsréttarfresti í samræmi við 9. gr. samþykkta HS Orku hf þar sem m.ma kemur fram að forkaupsréttarhafar hafi tveggja mánaða frest til að beita forkaupsrétti sínum." Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign) Haraldur Þór Ólason tók við fundarstjórn.   Ellý Erlingsdóttir tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Ellý Erlingsdóttir svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls.   Ellý Erlingsdóttir tók við fundarstjórn að nýju.   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Haraldur Þór Ólason tók til máls. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Haraldur Þór Ólason svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Ellý Erlingsdóttir kom að andsvari við ræðu Haraldar Þórs Ólasonar.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar greiddi atkvæði um framlagða frávísunartillögu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Hún var felld með 7 atkvæðum, 4 greiddu atkvæði með tillögunni.   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 7 atkvæðum framlagða tillögu sem vísað var úr bæjarráði 22. október sl. til bæjarstjórnar. 4 greiddu atkvæði gegn tillögunni.   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að svohljóðandi bókun: "Bæjarfulltrúi Vinstri grænna getur ekki samþykkt að Hafnarfjörður falli frá forkaupsrétti áður en hefðbundnir forkaupsréttarfrestir líða. Hér er annars vegar um að ræða sölu á 0,32298% hlut Sandgerðisbæjar  til Magma Energy, þar sem forkaupsréttur rennur út 23. nóvember og hins vegar er um að ræða sölu á 31,22911% hlut Orkuveitu Reykjavíkur  til sama fyrirtækis, þar sem forkaupsréttur rennur út 25. nóvember.
Eðlilegt er að Hafnarfjörður haldi forkaupsrétti sínum  opnum ekki síst í ljósi þess að enn eru viðræður í gangi til að reyna að tryggja að HS Orka verði áfram að mestu leiti í samfélagslegri eigu m.a. með aðkomu lífeyrissjóða. Slíkt væri í anda þeirrar hugmyndafræði sem lá að baki upphaflegri sölu Hafnarfjarðarbæjar á hlut sínum til Orkuveitu Reykjavíkur. Hafnarfjörður seldi Orkuveitu Reykjavíkur hlut sinn vegna þess að stjórnvöld í Hafnarfirði töldu mikilvægt að tryggja að fyrirtækið héldist í opinberri eigu.
Undirrituð sér því enga ástæðu til að rjúka til og greiða atkvæði með því að Hafnarfjörður afsali sér forkaupsrétti áður en hefðbundnir forkaupsréttarfrestir líða." Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign)