Kríuás 47, ósk um lokaúttekt
Kríuás 47
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 506
16. apríl, 2014
Annað
Fyrirspurn
Lokaúttekt var framkvæmd 08.07.11 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 14.08.13 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan tveggja vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og senda erindi til Mannvirkjastofnunar um áminningu í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Sigurð Harald Ragnarsson frá og með 15.05.14 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnfram verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra skv. 15. grein sömu laga.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 187096 → skrá.is
Hnitnúmer: 10070137