Holtsgata 12, burðarveggur
Holtsgata 12
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 237
3. nóvember, 2009
Annað
Fyrirspurn
Jónína G Hjaltadóttir biður með bréfi dags 22.6.2008 um lausn þ.e. að eigandi neðri hæðar setji upp burðarsúlu í stað burðarveggjar er hann reif í heimildarleysi. Skipulags- og byggingarfulltrúi bendti 24.06.2009 á að breytingin er brot á skipulags- og byggingarlögum, grein 43.1 og gerði eiganda neðri hæðar skylt að skila inn byggingarleyfisteikningum og burðarteikningum innan fjögurra vikna frá dagsetningu fundarins 24.06.2009. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa málinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir í samræmi við grein 57,1 í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði málinu skipulags- og byggingarráðs sem gerði eiganda 25.08.2009 neðri hæðar skylt að skila inn byggingarleyfisteikningum og burðarteikningum innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við grein 57.1 í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Svar hefur ekki borist.
Svar

Skipulags- og byggingarráð eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að áður boðaðar dagsektir á húseiganda verði kr. 20.000/dag  og verði innheimtar frá og með 1. desember 2009, hafi umrædd gögn ekki borist fyrir þann tíma."

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120943 → skrá.is
Hnitnúmer: 10032649