Holtsgata 12, burðarveggur
Holtsgata 12
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1623
10. nóvember, 2009
Annað
Fyrirspurn
22. liður úr fundargerð SBH frá 3.nóv. sl. Jónína G Hjaltadóttir biður með bréfi dags 22.6.2008 um lausn þ.e. að eigandi neðri hæðar setji upp burðarsúlu í stað burðarveggjar er hann reif í heimildarleysi. Skipulags- og byggingarfulltrúi benti 24.06.2009 á að breytingin er brot á skipulags- og byggingarlögum, grein 43.1 og gerði eiganda neðri hæðar skylt að skila inn byggingarleyfisteikningum og burðarteikningum innan fjögurra vikna frá dagsetningu fundarins 24.06.2009. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi vísa málinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir í samræmi við grein 57,1 í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði málinu skipulags- og byggingarráðs sem gerði eiganda 25.08.2009 neðri hæðar skylt að skila inn byggingarleyfisteikningum og burðarteikningum innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við grein 57.1 í skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Svar hefur ekki borist. Skipulags- og byggingarráð eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að áður boðaðar dagsektir á húseiganda verði kr. 20.000/dag og verði innheimtar frá og með 1. desember 2009, hafi umrædd gögn ekki borist fyrir þann tíma."
Svar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120943 → skrá.is
Hnitnúmer: 10032649