Hvaleyrarbraut 35, ólögleg búseta.
Hvaleyrarbraut 35
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 234
22. september, 2009
Annað
Fyrirspurn
Borist hafa upplýsingar um ólöglega búsetu í húsinu. Einnig að húsið sé enn skráð á byggingarstigi 1 og að lögboðnar úttektir hafi ekki farið fram, þar á meðal fokheldisúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 20.05.2009 eigendum skylt að veita upplýsingar um málið innan tveggja vikna. Bærust þær ekki yrði málinu vísað til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um viðeigandi aðgerðir skv. skipulags- og byggingarlögum. Svar barst ekki. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði 10.06.2009 málinu til skipulags- og byggingarráðs. Skipulags- og byggingarráð gerði 23.06.2009 eigendum skylt að veita upplýsingar um málið innan tveggja vikna. Bærust þær ekki innan þess tíma mundi skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um að beitt verði dagsektum skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 þar til bætt verður úr. Lagðir fram minnispunktar skipulags- og byggingarsviðs, þar sem fram kemur að beðið hefur verið um frest til að bregðast við málinu þar til unnt er að halda húsfund, sem hefur verið boðaður 07.09.2009. Skipulags- og byggingarráð samþykkti að veita umbeðinn frest. Frekari skýringar hafa ekki borist. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 16.09.2009, sem vísaði því á ný til skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir byggingarstjóra skylt að leggja fram úttektarsögu hússins og boða til stöðuúttektar innan tveggja vikna. Verði ekki brugðist við þessu mun skipulags- og byggingarráð gera tillögu til bæjarstjórnar um beitingu dagsekta í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, vegna brota á 48. og 53. byggingarreglugerðar. Við ítrekað brot mun skipulags- og byggingarráð íhuga að veita byggingarstjóra áminningu.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 121121 → skrá.is
Hnitnúmer: 10033450