Drangahraun 3, kvörtun
Drangahraun 3
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 13 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 241
15. desember, 2009
Samþykkt
‹ 13
14
Fyrirspurn
Athugasemdir bárust vegna Drangahrauns 3. Drangahraun 1b setti inn kvörtun vegna fyllingar á húsgrunn. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskaði 06.05.2009 eftir upplýsingum frá lóðarhafa Drangahrauns 3 varðandi frágang lóðarinnar innan tveggja vikna. Svar barst ekki. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 24.06.2009 ósk um upplýsingar frá lóðarhafa Drangahrauns 3 varðandi frágang lóðarinnar innan tveggja vikna. Skipulags- og byggingarráð óskaði 25.08.2009 eftir upplýsingum frá lóðarhafa Drangahrauns 3 varðandi frágang lóðarinnar innan tveggja vikna. Bærist ekki svar innan þess tíma mundi skipulags- og byggingarráð vísa málinu til bæjarstjórnar með tillögu um dagsektir í samræmi við grein 57.1 í skipulags- og byggingarlögum nr 73/1997. Lóðarhafi gerði 26.08.2009 grein fyrir áformum um frágang lóðarinnar í samráði við byggingarfulltrúa, sem frestaði frekari aðgerðum að sinni. Eigandi Drangahrauns 1 mætti í viðtal 11.11.2009 og kvartaði yfir að ekkert hefði gerst í málinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 11.11.2009 eiganda Drangahrauns 3 skylt að ganga frá lóðarmörkum að Drangahrauni 1 í samræmi við þær hugmyndir sem hann gerði grein fyrir á fundi með skipulags- og byggingarfulltrúa, gera fláa á sinni lóð eða steypa vegg á lóðarmörkunum. Yrði ekki brugðist við þessu innan tveggja vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um beitingu dagsekta í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 09.12.2009, sem bókaði eftirfarandi: Þar sem frágangur lóðarinnar snertir mál Drangahrauns 1, sem krefst skjótrar afgreiðslu, vísar skipulags- og byggingarfulltrúi málinu til skipulags- og byggingarráðs með eftirfarandi tillögu: "Skipulags- og byggingarráð samþykkir að umrædd fylling á lóðarmörkum verði unnin á vegum bæjarins og á kostnað eiganda Drangahrauns 3 í samræmi við 2. mgr. 57. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997: "Byggingarnefnd getur látið vinna verk, sem hún hefur lagt fyrir að unnið skyldi, á kostnað þess sem vanrækt hefur að vinna verkið." Eigandi Drangahrauns 3 hefur tvær vikur til að ganga frá málinu með öðrum hætti og andmælarétt til sama tíma."
Svar

"Skipulags- og byggingarráð samþykkir að umrædd fylling á lóðarmörkum verði unnin á vegum bæjarins og á kostnað eiganda Drangahrauns 3 í samræmi við 2. mgr. 57. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997: "Byggingarnefnd getur látið vinna verk, sem hún hefur lagt fyrir að unnið skyldi, á kostnað þess sem vanrækt hefur að vinna verkið." Eigandi Drangahrauns 3 hefur tvær vikur til að ganga frá málinu með öðrum hætti og andmælarétt til sama tíma."