Útilistaverk í eigu Hafnarfjarðarbæjar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 359
18. nóvember, 2014
Annað
Fyrirspurn
Stjórn Hafnarborgar samþykkti 29.09.14 að senda erindi til umhverfis- og framkvæmdaráðs og skipulagsráðs vegna nýrrar staðsetningar og framkvæmda sem nauðsynlegar eru til að af þessu megi verða. Þegar hefur verið bent á að þessi framkvæmd falli vel að hugmyndum um grænkun Valla. Samþykkt að senda erindi til umhverfis- og framkvæmdaráðs og skipulagsráðs vegna umhverfis listaverksins Vindspil eftir Einar Má Guðvarðarson sem stendur á Langeyri við Herjólfsgötu. Mikilvægt er að gera umhverfi verksins meira aðlaðandi og lýsa verkið til að sporna við skemmdarverkum. Verkið sjálft hefur verið endurbætt verulega og mikilvægt að koma í veg fyrir að það skemmist aftur.
Svar

Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn Skipulags- og byggingarsviðs um erindið.