Kvartmíluklúbburinn, bílaplan
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 14 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3241
22. október, 2009
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju. Lagðar fram umbeðnar umsagnir. Annars vegar frá íþrótta- og tómstundanefnd og hins vegar frá eftirlitsnefnd með fjármálum íþróttafélaganna. Íþróttafulltrúi mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Svar

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:   "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrir sitt leyti að heimila Kvartmíluklúbbnum að fara í flýtiframkvæmdir á svæði sínu í Kapelluhrauni samanber beiðni klúbbsins frá 3. september 2009.  Fyrirkomulag og framkvæmd verksins verði í samræmi við samþykktir framkvæmdaráðs."